Blaðamennirnir Sigríður Hagalín, Fanndís Birna Logadóttir, Helgi Seljan, Þorsteinn
Ásgrímsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir draga upp mynd af samfélagi án blaðamennsku.
„Samfélag án blaðamennsku, það er bara alræði, einræðisríki eða harðstjórn, það er ekki
til neitt annað yfir það,“ segir blaðamaðurinn Sigríður Hagalín og Helgi Seljan tekur
undir.
„Við getum ímyndað okkur hvort fólk vilji almennt búa í Eritreu eða Norður-Kóreu því þar
erum við í raun með heim án blaðamennsku.“